23.05.2014
Skólaslit Öxarfjarðarskóla fóru fram í gær.
22.05.2014
Miðvikudaginn 7. maí komu starfsmenn saman og kvöddu Lisu McMaster, tónlistarkennara með pomp og pragt og að sjálfsögðu var saminn bragur henni til heiðurs. Lisa er á leið heim til Bretlands að þessu skólaári loknu og munum við sakna hennar úr starfi með okkur.
GSK
22.05.2014
Kæru foreldrar/forráðamenn/starfsfólk og nemendur.
Skólaslit Öxarfjarðarskóla eru í dag, fimmtudaginn 22. maí kl. 18:30 í Lundi. Boðið verður upp á kaffi og með því í lokin.
Kærar kveðjur,
Guðrún S. K.
14.05.2014
Síðustu tónleikar Tónlistarskólans á þessu skólaári voru í kvöld og dagskrá fjölbreytt. Nemendur stóðu sig vel og við þökkum fyrir ánægjulega samveru og Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir gott samstarf í vetur.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
14.05.2014
Leikskólastarf verður með eðlilegum hætti á morgun og skólaakstur verður á venjubundnum tíma fyrir leikskólabörnin.
14.05.2014
Á morgun fimmtudaginn 15. maí lítur fyrir að grunnskólakennarar fari í verkfall og að enginn kennsla verði á morgun í grunnskóladeild.
Ef svo ólíklega vill til að samið verði fyrir lokafrest í kvöld verður skólahald með eðlilegum hætti á morgun. Verður þá brugðist við og send sms skilaboð á hvert heimili í gegnum mentor og mun Kristján Ingi sjá um þau.
Kv,
Guðrún S. K.
09.05.2014
Mánudaginn 5. maí kom Grímur Kárason, slökkvuliðstjóri Norðurþings til okkar, fundaði með starfsfólki og fór yfir rýmingaráætlun með okkur. Einnig æfði hann rýmingu með nemendum og starfsfólki og ræddi við nemendur á eftir. Kærkomin heimsókn og mikilvæg.
09.05.2014
Miðvikudaginn 30. apríl kom Grunnskólinn á Svalbarði í heimsókn og átti með okkur góðan dag og voru nemendur ánægðir með daginn að sögn skólastjóra, Daníel. Allir fóru með smíðagripi með sér eftir samstarf við smíðakennara, Tryggva.
23.04.2014
Önnur sýning á Dýrunum í Hálsaskógi verður sunnudaginn 27. apríl kl. 15:00 í Pakkhúsinu á Kópaskeri (íþróttahúsinu).
Þessi sýning er sérstaklega tímasett með barnafjölskyldur í huga. Við hvetjum barnafjölskyldur til þess að nota tækifærið. Nánari upplýsingar um sýninguna er að finn hér aðeins aftar.
GSK
23.04.2014
Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl
Nemendur unglingadeildar Öxarfjarðarskóla, verða með flóamarkað, kökubasar og vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta 24. apríl n.k. í íþróttahúsinu á Kópaskeri frá kl. 14:00- 17:00.
Nú er um að gera að taka til í geymslunni og fataskápnum og athuga hvort ekki þarf að losa sig við eitthvað. Það sem er einum rusl er öðrum gull. Þeir sem telja sig hafa eitthvað sem þeir vilja gefa til unglingadeildar eins og t.d. föt, skó, skíði, skauta, hillur, skrautmuni, blóm, eða hvað eina sem ykkur dettur í hug að hægt væri að selja á flóamarkaði, geta komið með vörur til unglinganna á sumardaginn fyrsta milli kl. 10:00-12:00, f.h. í íþróttahúsið. Allur ágóði rennur í ferðasjóð unglingadeildar.
Unglingarnir munu svo sjá um að baka gómsætar kökur sem verða settar á kökubasarinn þennan sama dag og einnig geta gestir og gangandi keypt sér kaffi og nýbakaðar vöfflur.
GSK