Ályktun í­ tengslum við kjarabaráttu tónlistarkennara

Á starfsmannafundi Öxarfjarðarskóla þann 3. nóvember 2014 var eftirfarandi ályktun bókuð:

Starfsmenn Öxarfjarðarskóla lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu félags tónlistarkennara FT og skora á stjórnvöld að ganga þegar í stað til samninga við tónlistarkennara. Það er ólíðandi að þeir sitji ekki við sama borð og aðrir félagsmenn innan KÍ sem hafa nú þegar fengið launaleiðréttingu.