06.11.2013
Á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember, verða nemendur unglingadeildar með sína árlegu haustgleði. Í ár er þemað húsdýrin og hafa nemendur verið að vinna margvísleg verkefni sem tengjast íslensku húsdýrunum. Afraksturinn verður hægt að sjá á morgun.
Gleðin hefst í Lundi kl. 19.
Við viljum minna á starfsdag n.k. föstudag, 8. nóvember. Nemendur grunnskóla mæta þá ekki í skólann. Leikskóladeild verður opinn en það verður enginn skólaakstur.
24.10.2013
Til foreldra og forráðamanna. Það verða tónleikar fimmtudaginn 31. október, kl.18.
Einkanemendur okkar þriggja, mín, Árna og Reynis, marimba hópar og yngstastigshópar munu koma fram, s.s. allir nemendur í 1.-8. bekk og flestir hinir líka!
Við hvetjum nemendur til að mæta kl.17:30 í skólann svo hægt sé að stilla hljóðfærin og svo við vitum að allir séu komnir :)
Við bjóðum alla velkomna á tónleikana.
Efnisskráin kemur fljótlega :)
Bestu kveðjur,
Lisa Mc Master
18.10.2013
Dagur íslenskrar náttúru
Mánudaginn 14. október síðastliðinn kom Charlotta Englund til okkar með fræðslu í tengslum við dag íslenskrar náttúru sem var 16. september. Hún tók hvern námshóp í u.þ.b. klukktíma fræðslu. Þennan sama dag litu þeir feðgar Jóhann Rúnar Pálsson og Aðalbjörn við hjá okkur til að ræða við unglingana um væntingar þeirra til félagsstarfs. Aðalbjörn kynnti í leiðinni félagsmiðstöðina Tún á Húsavík sem er ætluð öllum ungmennum í Norðurþingi.
Endurskinsvesti
Nú hafa leikskólabörnin fengið endurskinsvesti til að taka með sér heim. Leikskólakonur vilja ítreka það að þau eigi að klæðast vestunum í og úr skólabíl héðan í frá.
Á mánudaginn kemur munu skólaliðarnir úthluta endurskinsvestum til grunnskólabarna enda skammdegið farið að láta á sér kræla. Þá er mikilvægt að sjást vel og klæðast vestunum daglega.
Haustfagnaður
Við stefnum á haustfagnaðinn 7. nóvember næstkomandi samkvæmt skóladagatali. Nánari upplýsingar veittar þegar nær dregur.
Kærar kveðjur,
Guðrún og Hrund
20.09.2013
Viðvörunarljós komin upp við Öxarfjarðarskóla
Mikilvægur áfangi hefur náðst. Viðvörunarljós eru komin upp við Öxarfjarðarskóla, sitt hvoru megin við það svæði sem nemendur fara yfir þjóðveg í og úr íþróttahúsi. Ég vek athygli á því að það þarf að fara niður í 50 km hraða ef fólk ætlar að fá samþykktan hraða og broskarl að öðrum kosti kemur upp fýlukarl.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
20.09.2013
Samræmdu prófin framundan í vikunni 23.-27. sept.
Mikilvægt að nemendur komi vel sofnir til leiks.
Samræmd próf 10. bekkinga eru: íslenska 23. sept., enska 24. sept. og stærðfræði 25. sept. Samræmd próf 4. og 7. bekkjar eru: ísl. 26. sept. og stærðfr. 27
19.09.2013
Góðir gestir komu í skólann í dag, Dúó Stemma kom á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og fluttu skemmtilega dagskrá.
04.09.2013
Leikskóladeildin í Lundi stefnir á vettvangsferð á Kópasker mánudaginn 9. sept. Stefnt er á heimsókn í Stóru Mörk, Skjálftasetrið, Bókasafnið og fjöruferð. Nánari upplýsingar koma til viðkomandi foreldra frá deildarstjóra leikskóladeildar.
04.09.2013
Skólabílstjóri, Kristinn Rúnar, bað mig að koma því á framfæri að framvegis stefnir hann á að fara 7:40 frá Lóni. Þörf er á að flýta tíma örlítið til að halda tímaáætlun og það er vegna fjölgun stoppistöðva á leið í Lund.
Skólabíllinn sem fer frá Lóni á morgnana er því fyrr á ferðinni frá og með morgundeginum fimmtudeginum 5. september.
Bíllinn frá Kópaskeri í Lund fer á venjubundnum tíma þaðan þ.e. kl 7:45.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
02.09.2013
Öryggi yfir þjóðveg í íþróttahús
N4, sjónvarp, á Akureyri
Sjá nánar með því að smella á lesa meira.
GSK
23.08.2013
Innkaupalistar fyrir komandi vetur í grunnskólanum.
Smellið á sjá meira til að fá tengla á listana.