25.02.2013
Um nýliðna helgi var uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur. Við áttum þar nokkra fulltrúa úr nemendahópi Öxarfjarðarskóla. Þrír nemendur fengu þar viðurkenningu og voru jafnframt valinn til þátttöku í Nótunni.
13.02.2013
Næsta vika, 18. til 22. febrúar verða þemadagar í skólanum. Hefðbundin kennsla verður þá brotin upp og unnin önnur verkefni. Inntak þemadagana að þessu sinni er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár, heilbrigði og velferð. Undir þennan grunnþátt falla ýmsir þættir sem unnið verður með s.s. jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan o.fl. Allir grunnskólanemendur munu verða í verkefnum tengdum þessum þáttum en íþrótta- og verklegir tímar munu að mestu halda sér.
20.11.2012
Í gær, 19. nóvember, fóru allir nemendur skólans ásamt stærstum hluta starfsmanna í heimsókn til Raufarhafnar.
Smelllið á lesa meira til að fá myndatengil og lesa nánar um daginn.
01.10.2012
Alli og Stella á Víkingavatni komu hér í skólann síðast liðinn fimmtudag. Þau eru að vinna að fræðsluverkefniefni, þar sem meðal annars eru teknir fyrir útileikir/náttúruleikir sem börn og foreldrar geta lagt stund á saman. Þau hyggja á að gefa efnið út í lítilli bók og vantaði að fá að prufa leikina og ljósmynda nemendur við leikinn. Þau fengu hverja deild grunnskólans í um klukkustund fyrir sig út í leiki. Þótt blautt væri var ekki annað að sjá en að nemendur skemmtu sér vel úti í haustlitunum.
20.09.2012
Í dag var skólanum færð höfðingleg gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga.
17.09.2012
Lengd viðvera er nú að hefjast. Við minnum á að skólabílarnir fara seinna þá daga, það er þriðjudaga til fimmtudaga. Bílarnir fara frá skólanum upp úr kl. 16.
18.03.2012
Nemendur Öxarfjarðarskóla áttu góðan dag á grunnskólamóti á Laugum á föstudaginn. Krakkarnir fóru af stað einbeitt í því að vinna stuðningsbikarinn og höfðu m.a. búið til fána og ennisbönd í þeim tilgangi. Enda var bikarinn þeirra í lok mótsins. Í stigakeppninni urðum við í jöfn Mývetningum í 2.-3. sæti en Litlu-Laugaskóli vann mótið. Í einstökum greinum unnu stelpurnar okkar körfuboltann, Addi vann vann bæði kúluvarp og langstökk og að öllu leyti stóðu nemendur okkar sig með sóma.
14.12.2011
Forvarnadagur forsetans var haldinn í sjötta sinn nú í haust.
Í þetta sinn voru framhaldsskólarnir með í verkefninu og haldin var stuttmyndasamkeppni þar sem nemendur framhaldsskólanna og 10. bekkingum var boðið að taka þátt.
Alls bárust um 60 myndbönd í keppnina og hér eru þau þrjú sem valin voru sigurstranglegust. Þau voru kynnt á Bessastöðum í síðasta mánuði.
Smellið á "lesa meira" til að sjá slóðir á myndböndin.
14.12.2011
Litlu jól Öxarfjarðarskóla verða haldin með hefðbundnu sniði fimmtudaginn 15. desember. Byrjað verður að dansa í kringum jólatréð klukkan 14 og verður dansað til klukkan 16. Allir sem áhuga hafa á að vera með okkur þessa stund eru hjartanlega velkomnir
08.12.2011
Unglingadeildin er að selja ýmsar vörur til fjáröflunar fyrir skólaferðalagi í vor. Það sem er í boði er 500 gr af súkkulaðihjúpuðum lakkrís frá Freyju, 500 gr af hlaupi, jólapappír, 4 rúllur, skrautstjörnur og borðar og kertapakki sem inniheldur 4 löng, rauð kerti, 50 sprittkerti og 1 útikerti. Lakkrísinn og hlaupið koma í jólalegum pokum, tilvalið fyrir jólin.
Hafið samband í skólann ef þið hafið áhuga og ykkur verður færð varan við fyrsta hentugleika.
Smellið á lesa meira til að sjá myndir og verð.