Þeir nemendur, úr mið- og unglingadeild, sem ætla að taka þátt, verða eftir í skólanum (Lundi) þennan föstudag
Það verða 2-3 fullorðnir, allan daginn, sem munu halda utan um hópinn. Eftir skóla frá kl. 12:00-14:00 munu þær Fljóða og Hulda halda utan um hópinn þar til Conny og Olga koma. nemendur fá hádegishressingu og frjálsan tíma fram að æfingum. Upp úr kl 14:00 munu þær Olga Friðriks frá Raufarhöfn og Conny taka við hópnum og þjálfari kemur frá Húsavík og verður með nemendum frá 15:00-19:00.
Íþróttabúðir
Í íþróttatímum læra og æfa nemendur grunnatriði ýmissa íþróttargreina. Marga þeirra langar til þess að efla sig í ákveðnum greinum íþrótta. Vegalengdir hér gera hvorki okkur eða foreldrum auðvelt fyrir hvað þetta varðar. Sú hugmynd kom upp að setja æfingabúðir reglulega með þjálfara og með áherslu á mismunandi íþróttagreinar hverju sinni.
Miðdeild býðst að taka þátt í fyrri hluta, frá kl. 15:00-17:00
Í fyrri hluta þjálfunar þennan dag býðst 6. og 7. bekk að taka þátt og verður þá allur hópurinn saman þ.e. 6.-10. bekkur. Foreldrar 6.-7. bekkjar þurfa að sækja sín börn kl 17:00.
Seinni hluti þjálfunar og félagsstarf unglingadeildar 8.-10. bekk
Seinni hluti þjálfunar, eftir um klukkutíma hlé og hressingu,verður til um kl. 19:00 og er eingöngu ætluð unglingadeild, þ.e. 8.-10. bekk. Enginn kostnaður fellur á nemendur vegan þjálfunarinnar.
Nemendur þurfa að hafa með sér:
Nemendur mega hafa með sér
Kvöldmatur og hressing
Nemendur fá síðdegishressingu í skólanum og það verður pítsa í kvöldmat . Stefán Leifur ætlar að halda utan um pítsugerð ásamt Olgu, Conny og nemendum.
Þennan dag gefst unglingunum á Raufarhöfn og í Grunnskólanum á Raufarhöfn gott tækifæri til að eiga, í framhaldi af æfingum, skemmtilegt kvöld saman og tengjast. Við höfum hug á að nemendur geti spilað, spjallað eða horft á mynd saman. Stefnt er á að baka pítsur saman og erum við búin að semja við ráðskonu um eldhúsið.
Samvinna við Tómstunda- og æskulýðssvið
Í samvinnu við fulltrúa Tómstunda- og æskulýðssvið, Jóhann Rúnar Pálsson, fáum við til okkar fótboltaþjálfara frá Völsungi á Húsavík þennan föstudag 28. febrúar 2014. Hann verður með nemendum í tveimur lotum þennan dag og fer yfir ýmsa tækni í tengslum við fótbolta. Öllum nemendum, í 6. – 10. bekk í Öxarfjarðarskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn, býðst að taka þátt í fyrsta tíma (15:00-17:00). Reiknað er með að nemendur verði, að loknum skóladegi, eftir í Lundi þar til æfingar hefjast.
Tveir til þrír fullorðnir (foreldrar/kennarar) munu verða með nemendum þennan dag. Foreldrar unglinganna þurfa að sækja þá um 10:30 í seinasta lagi kl. 11:00.