Foreldrafundur í kvöld
Fundurinn verður í Lundi og mun hefjast kl. 19:30
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Heitt verður á könnunni og meðlæti með kaffinu.


Svo ótrúlega sem það kann að virðast er kominn mánuður frá síðasta fréttakorni. Með því að smella á lesa meira er hægt að lesa pistil Hrundar um það helsta sem gerst hefur undanfarinn mánuð og það sem framundan er. Þar er m.a. sagt frá degi íslenskrar tungu, flensu og ýmsu fleiru.
Skólanum hafa borist
höfðinglegar gjafir á síðustu vikum.
Sigurður á Tóvegg færði skólanum stafrænan Braun Thermoscan hitamæli sem mælir hitastig í eyra, ásamt pakka af auka hlífum.
Kvenfélag Öxarfjarðar gaf svo skólanum stafræna myndavél; Olympus MJU-5000 vél.
Við erum afar þakklát fyrir þessar gjafir og þær eiga eftir að koma sér vel. Það er alltaf gott að finna fyrir velvild í garð
skólans.
Myndavélin er strax komin í notkun og veitti ekki af því gömu vélarnar voru orðnar lúnar og nánast ónothæfar. Hitamælirinn á eftir að koma að góðum notum þegar næsta veikindabylgja gengur yfir.
Í gær birtist á vef Landsbjargar ferðasaga
frá gönguferð sem 13 nemendur úr björgunarsveitarvali fóru ásamt umsjónarmönnum um miðjan október. Sylvía Dröfn á
mestan heiður af textanum.
Nú heilsar annað fréttabréf skólaársins. Í því má m.a. lesa um Haustgleði, vettvangsnám kennara, foreldrafund, foreldrasamtöl, fræðslufund frá Fjölskylduþjónustunni o.fl. Fréttabréfið fer á vef skólans ásamt myndum úr starfi skólans og er líka sent út til þeirra sem ekki hafa aðgang að tölvu.
Smellið á lesa meira til að sjá pistiilinn.

Heil og sæl!Þá er komið að fyrsta fréttakorni þessa skólaárs.
Skólastarfið fer vel af stað og nemendur mæta glaðir og tilbúnir til leiks og starfa. Það eru nokkrar upplýsingar sem við
þurfum að koma á framfæri varðandi það sem er á döfinni hjá okkur.
Í þessu fréttakorni verður sagt frá því að sundnámskeið og lengd viðvera hefjast í næstu viku. Einnig minnum við á samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk. Að lokum segjum við frá skólaferðalagi 1.-7. bekkjar og vettvangsferðum í Akurgerði og til að skoða fornleifauppgröft.
Smellið á lesa meira til að lesa fréttabréfið í heild sinni.