Bollu- og blómasala
24.02.2009
Á laugardaginn var svo gengið í hús með blóm á Kópaskeri og voru viðtökurnar svo góðar að allir blómvendirnir kláruðust í þorpinu nema einn sem fór í Hjarðarási. Við áttum alls ekki von á að þessir 40 vendir sem við fengum á góðu verði frá Kristínu og Sam seldust svona hratt og vel. Við verðum að biðja þá afsökunar sem bjuggust við heimsókn frá blómasölufólki en fengu ekki. Vonandi að enginn hafir lent í vandræðum vegna þess...
Í gær, bolludag, var svo bollukaffi í Bakka á Kópaskeri.
Það er ljóst að þessi ferð kemur til með að verða dýrari en sú sem farin var fyrir tveimur árum. Það er því ljóst að enn vantar nokkuð upp á til að hafa upp í kostnað og þannig gera öllum nemendum 9. og 10. bekkjar fært að fara með nú á tímum efnahagsþrenginga. Það er því ánægjulegt að fólk í samfélaginu okkar skuli vilja leggja krökkunum lið.
Kærar þakkir.