Nú er fjórða vikan senn á enda og ýmislegt hefur verið starfað í skólanum. Flutningar eru að hefjast hjá kennurum yfir í betra rými, þar sem við höfum nú fengið íbúðina fyrir vinnuaðstöðu. Þá munu unglingar fá eigið herbergi til afnota þar sem kennarastofan var.
Frá yngri deild og leikskóla
Líf og fjör hefur einkennt starfið í yngri deild og ýmislegt brallað þar á bæ. Búið er að koma upp vísi að útieldhúsi á tjaldsvæðinu þar sem heimilisfræðin mun fara fram að hluta til. Nemendur í yngri deild fóru út á mánudaginn var í sól og 17 stiga hita, tíndu sprek og tálguðu og grilluðu svo pylsur og brauð við opinn eld og drukku kakó. Síðan var sungið og farið í leiki. Nú er hafið markvisst samstarf milli leikskólans og yngri deildar þar sem komið er saman einu sinni í viku og hugað að málörvun, söng og hreyfileikjum undir stjórn Vigdísar og Elísabetar, einnig eru nemendur miðdeildar með í söngnum. Þetta hefur mælst vel fyrir, allir virkir og söngurinn ómar fram á gang. (skoða myndir)
Lífið gengur sinn vanagang og allir í lærdómsgírnum. Í heimilisfræðinni er búið að bralla ýmislegt, tína ber og sulta og búa til haustskreytingar fyrir borð sem hægt verður að nota á haustgleðinni sem er á dagskrá 23. október nk.
Frá unglingadeild
Búið er að kjósa í nefndir og ráð og úrslit voru eftirfarandi:
Nemendaráð: Jóhanna Margrét 10. bekk Freydís Rósa 10. bekk Arnar Þór 9. bekk Sylvía Dröfn 9. bekk Daníel Atli 8. bekk Bergvin Máni 8. bekk |
Ritnefnd:
Sandra Björk 9. bekk
Jónína Kristín 9. bekk Anna Karen 8. bekk Rakel Sif 8. bekk |
Íþróttanefnd:
Heimir 10. bekk
Andri Þór 10. bekk
Elvar Þór 10. bekk
Magnús Orri 9. bekk
Hafþór Ingi 9.bekk
|
Leiklistarnefnd: Margrét Sylvía 9. bekk María Dís 8. bekk
Bryndís Edda 8. bekk
Ásdís Hulda 8. bekk |
Umhverfisnefnd: Auður 10. bekk Guðrún 10. bekk
|
Auður 10. bekk
Elvar Þór 10. bekk
Sylvía Dröfn 9. bekk
Hafþór Ingi 9. bekk.
Í næstu viku munum við senda valblöð heim með nemendum og þá geta þau valið í samráði við foreldra um fjórar valgreinar; heimilisfræði, hljómsveitarval, handmennt og spænsku. Nánari lýsing á valgreinum mun verða á blöðunum.
Heildstæður skóli hefst svo í byrjun október og munum við senda nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að hringja sjálfir ef nemendur þurfa að fá leyfi og er þá nóg að tala við umsjónarkennara viðkomandi en ef nemendur þurfa lengra frí en tvo daga ber að ræða það við skólastjóra.
Þorsteinn Hymer hefur fengið nýtt netfang: steini@kopasker.is og Gunna Magga hefur líka fengið nýtt netfang: gunnamagga@kopasker.is
Við minnum að lokum á starfsdaginn á í næstu viku, föstudaginn 26. september en þá verða kennarar á BKNE þingi á Akureyri.