Í
morgun voru tónleikar fyrir nemendur og starfsfólk Öxarfjarðarskóla. Málmblásarakvintett Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands komu og
spiluðu í skólahúsinu á Kópaskeri. Hljóðfæraskipan var þannig að það voru tveir trompettleikarar, básunuleikari,
túbuleikari og hornaleikari. Hljóðfæraleikararnir kynntu hljóðfæri sín á milli laga og léku lag á eftir þar sem
viðkomandi hljóðfæri var áberandi. Það var mjög gaman að fá svona færa hljóðfæraleikara í heimsókn og voru
áhorfendur hrifnir.
Hljóðfæraleikararnir þökkuðu fyrir sig og höfðu á orði hversu gaman væri að spila fyrir svona góða áhorfendur. Þeim þótti ástæða til að ítreka það áður en þeir yfirgáfu húsið að þeir fengju ekki alltaf svona góða áhorfendur á skólatónleikum. Þetta sýnir enn einu sinni hvað við eigum frábær börn hér á svæðinu.