Benjamí­n Dúfa - þemaverkefni yngri deildar

Í haust hefur yngri deild í Lundi (1.-3. bekkur) unnið skemmtilegt þemaverkefni upp úr bókinni um Benjamín Dúfu.
Hér segir frá viðburðaríku sumri í litlu hverfi. Þegar hrekkjusvínið Helgi svarti fremur enn eitt illvirkið akveða fjórir vinir að taka höndum saman, stofna Reglu Rauða drekans og hefja baráttu gegn ranglæti heimsins.
Þeir Róland Dreki, Andrés Örn, Baldur Hvíti og Benjamín Dúfa hafa nóg fyrir stafni og um tíma er lífið eitt óslitið ævintýri.
En brestir koma í vináttuna, ævintýrið hættir skyndilega og kaldur raunveruleikinn ryðst af hörku inn í líf þeirra.
Komið var á samvinnu milli handmenntakennara og umsjónarkennara og unnu börnin skemmtilega mynd úr þæfðri ull, sem var mikil vinna en skemmtileg.
Myndin er af þeim fyrrnefndum félögum fjórum í riddarabúningum.Þegar lestri bókarinnar var lokið var horft á bíómyndina.
Mynd Bjarteyjar er úr atriði þar sem Helgi Svarti og Stína fína aðalpían úr hverfinu eru uppi í herbergi Helga og eru að kyssast, þegar regla rauða drekans ryðst upp brunastigann með brunaslönguna og sprautar á þau.
Myndir Bensa og Úlfs eru af því þegar Regla rauða drekans og svarta fjöðrin eru að berjast. Mynd Hilmirs: Þar æfa þeir sig að berjast innan reglu rauða drekans.
Mynd Hlyns er af Helga svarta og Stínu fínu þar sem þau kyssast.
 
Bókmenntagagnrýni 1.-3. bekkjar:
Þeim fannst hún: leyndardómsfull, gleðilegar stundir, flottir búningar, sorgleg, spennandi og skemmtileg.
 
                                                          Bestu kveðjur úr Yngri deild.
                                                               Vigdís Sigvarðardóttir.