Leikæfingar

Sylvía og stelpurnar syngja "Út á lífið"Þessa dagana standa yfir strangar leikæfingar hjá nemendum unglingadeildar. Í gær, mánudag, var byrjað að æfa á sviðinu í Skúlagarði en frumsýna á þar þann 19. des. Önnur sýning verður daginn eftir, 20. des.

Að þessu sinni var ákveðið að setja upp söngleik og varð fyrir valinu verkið Wake me up before you go go eftir Hallgrím Helgason. Þetta verk fjallar um unglingsstrák sem fer aftur í tímann, eða til ársins 1984 til að reyna að bjarga sambandi foreldra sinna. Eins og vænta má fer margt á annan veg en ætla hefði mátt.

Á æfingu hjá hljómsveitinni "Maggi Maggi"Sýningin er stútfull af lögum frá níunda áratuginum og tilvalið tækifæri að skella sér í leikhús og rifja upp eða kynnast tísku og stemnining þess tíma.

Verkið var fyrst sett upp af nemendafélagi Versló 2001. Árgangur 1986 í Borgarhólsskóla setti verkið upp þegar þau voru í 10. bekk. Einnig er verið að setja upp verkið á Akureyri og fékk það verkefni styrk frá Menningarráði Eyþings.

Ágóði af sýningunum mun renna í ferðasjóð nemenda og hvetjum við alla íbúa sveitarfélagsins að skella sér á sýninguna. Nánari auglýsinga er að vænta síðar.