Árshátíð Öxarfjarðarskóla var haldin í gærkvöldi.
Eftir að hafa þurft að fresta henni vegna flensunnar sem gekk yfir skólann, leit ekki vel út með að tækist að halda hana vegna slæmrar
veðurspár. En ákveðið var að taka sénsinn, veðrið var að mestu til friðs og allt tókst þetta vel. Það voru nemendur
mið- og yngsta stigs sem sáu um skemmtidagskránna. Í lokin sungu þær Sara og Svala Rut úr 10. bekk tvö lög við undirleik Björns
Leifssonar. Allir nemendurnir stóðu sig með sóma og úr varð frábær og glæsileg skemmtun.