Stóra upplestarkeppnin

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Raufarhöfn í gær. Þangað fóru þrír fulltrúr Öxarfjarðarskóla, þær Jóhanna Margrét, Auður og Guðrún. Þær stóðu sig með sóma eins og við var að búast. Þátttakendur voru úr öllum skólunum hér í norðursýslunni og Bakkafirði að auki. Að þessu sinni hittist þannig á að allir þátttakendur voru stelpur, eini strákurinn sem átti að taka þátt var veikur.

Úrslit fóru þannig að fulltrúi frá Raufarhöfn lenti í fyrsta sæti, en í öðru sæti varð Jóhanna Margrét og í þriðja sæti Guðrún. Okkar fulltrúar voru því í öðru og þriðja sæti og erum við stolt af þeim. Það hefði verið gaman að hirða fyrst sætið í fjórða skiptið en engu að síður glæsilegur árangur hjá okkar fólki og sigurvegarinn vel að sigrinum komin.

Myndir eru komnar inn undir myndatengilinn.

Að lokum er gaman að geta sagt frá því að það hefur borist beiðni frá aðstandendum Stóru upplestrarkeppninnar um að sigurvegari okkar frá síðasta ári, Einar Ólason, mæti á 10 ára afmælishátíð keppninnar í Hafnarfirði í lok mánaðarins. Hann kvað mjög eftirminnilega rímur í fyrra og hefur verið beðinn um að endurtaka það atriði í Hafnarfirði.