Í gærmorgun voru ljósin tendruð á jólatrénu sem að venju er staðsett utan við skólahúsið í Lundi. Svo vel hittist á að allir nemendur skólans voru samankomnir í Lundi þar sem 1. til 6. bekkur var á leið í skólaferðalag upp í Mývatnssveit.
Nemendur söfnuðust saman við tréð að loknum morgunmat og var þá enn vel rökkvað eins og sjá má á myndunum. Sungið var jólalag og að því loknu voru ljósin tendruð.
Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu.