Kæru foreldrar og forráðamenn.
Þann 16. desember voru litlu jólin haldin í Öxarfjarðarskóla. Leikskóladeildirnar báðar og
grunnskóladeildin sameinuðust. Hátíðin okkar tókst vel og ungir sem aldnir skemmtu sér. Hátiðarverður var í hádeginu,
borðað var hangikjöt og ís í eftirrétt. Elstu nemendur grunnskólans tóku að venju að sér yngstu nemendur grunnskólans og eldri
leikskólanemendur og aðstoðuðu þau á meðan á borðhaldi stóð. Umsjónarkennarar lásu jólasögur fyrir nemendur
sína og pökkum var deilt. Starfsmenn, nemendur og foreldrar dönsuðu kringum jólatréð og Grýla, Leppalúði og jólasveinanir komu í
heimsókn og vöktu mikla kátínu, blandna að vísu hjá sumum af þeim yngstu. Hefðbundinn mars var stiginn um húsið og ljúffengar
veitingar í lokin.
Starfsdagur er hjá öllum deildum Öxarfjarðarskóla 3. janúar. Það er því hvorki
leikskóli eða grunnskóli þennan dag.
Skóli byrjar aftur, samkvæmt stundaskrá, 4. janúar 2011. Skólabílar leggja af stað
á hefðbundnum tímum, frá Fjöllum kl. 7:40 og Kópaskeri kl. 7:45.
Gleðilega hátíð og sjáumst á nýju ári.
Kær kveðja,
Guðrún S. K