23.10.2015
Undirbúningur okkar árlegu Haustgleði, sem verður 5. nóvember, er hafinn. Í ár er hagyrðingaþema og erum við búin að fá til liðs við okkur sjö hagyrðinga úr heimabyggð sem verða með okkur þetta kvöld. Unglingarnir, ásamt Hrund sem heldur utan um verkefnið, eru búnir að heimsækja þessa snillinga og taka við þá viðtöl.
Anna Englund og Stefán Haukur ætla að halda utan um matseldina með unglingunum.
Tónlist mun einnig lita dagskrána. Reynir heldur utan um þann þátt með nemendum.Textar úr heimabyggð verða sungnir við þekkt lög og Ásdís Einarsdóttir les verðlaunasöguna sína „Kennaradraugarnir“.
Ég segi það enn og aftur hér er hæfileikafólk á hverju strái og ómetanlegt hversu margir eru tilbúnir að leggjast á árarnar með okkur.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
23.10.2015
Í gær, fimmtudaginn 22. október, kom Jóhanna Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá „Ráðgjöf í reykbindindi“ tilnefnd af fagráðum landlæknis um lýðheilsu, með fræðsluerindi fyrir miðstig og unglingastig, um skaðsemi tóbaks.
06.10.2015
Kæru foreldrar/forráðamenn, nemendur/ starfsfólk
Kennarasambandið og Heimili og skóli stóðu fyrir smásagnakeppni meðal leik- grunn- og framhaldsskólanemenda og voru verðlaun fyrir bestu smásögurnar veitt í gær, 5. október, á Alþjóðadegi kennara.
Keppnisflokkar voru fjórir; leikskólinn, grunnskólinn - 1. til 6. bekkur, grunnskólinn 7. til 10. bekkur og framhaldsskólinn. Þemað að þessi sinni var „kennarinn“.
Það var hún Ásdís Einarsdóttir, nemandi í Öxarfjarðarskóla, sem sá og sigraði, í flokknum 1. til 6. bekkur, fyrir söguna "Kennaradraugurinn". Við óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Í flokknum, Leikskólinn, var það Kjartan Kurt Gunnarsson, leikskólanum Barnabóli, Þórshöfn, sem hlaut verðlaun fyrir söguna "Kennari minn".
Það er ekki að spyrja að Norður Þingeyingum og fámennu skólunum :-)
Aðrir vinningshafar voru:
Marta Ellertsdóttir, nemandi í Garðaskóla (7.-10. bekkur), fyrir söguna "Emelía og kennarinn".
Dagný Gréta Hermannsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi, fyrir söguna "Bananabrauð".
Verðlaunasögurnar verða birtar í Skólavörðunni. Dómnefnd var skipuð Brynhildi Þórarinsdóttur, rithöfundi og dósent, Kristjáni Jóhanni Jónssyni, dósenti á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndísi Jónsdóttur, framkvæmdastjória SAMFOKS.
Verðlaunahafarnir fengu vandaða lestölvu frá BeBook og rafbók að eigin vali.
Úrslitin ásamt myndum er að finna á vef KÍ : http://ki.is/um-ki/utgafa/frettir/2886-urslit-i-smasagnasamkeppninni-gerd-kunn
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
01.10.2015
Í dag komu þau Sólveig og Björn frá SAFT og fræddu nemendur miðstigs og unglingastigs um öruggari netnotkun. Það er mikilvægt að gera nemendum grein fyrir þeim hættum sem leynast í þessu völundarhúsi tækninnar, því auðvelt er að villast þar.
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB
Á þessum vef ; saft.is er að finna heilræði fyrir foreldra og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
23.09.2015
Kvenfélag Öxfirðinga og Kvenfélag Keldhverfinga hafa fært skólanum veglegar gjafir.
09.09.2015
Brunavarnaræfing var haldin í Öxarfjarðarskóla í gær, þriðjudaginn 8. september. Grímur slökkviliðsstjóri kom og hélt utan um æfinguna. Kerfið var sett í gang og húsið rýmt. Mikilvægt er að halda æfingu sem þessa a.m.k. tvisvar á ári og slípa af vankanta.
GSK
09.09.2015
Í dag heimsótti skólann hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans og tók nemendur og starfsfólk í ferðalag um Balkanskagann.
24.08.2015
Öxarfjarðarskóli var formlega settur í dag fyrir komandi skólaár.
20.08.2015
Skólasetning Öxarfjarðarskóla verður mánudaginn 24. ágúst klukkan 17:30.
10.07.2015
Kæru foreldrar/forráðamennog starfsfólk leikskóla.
Sumarlokun leikskóladeilda:
Í dag er síðasti dagur fyrir sumarlokun leikskóladeilda. Sumarlokun hefst frá og með 13. júlí til og með 14. ágúst. Leikskóladeildir opna aftur mánudaginn 17. ágúst. Skólaakstur hefst 25. ágúst. Skóladagatal grunnskóladeildar var sent á alla foreldra og starfsmenn í dag.
Það er gaman í leikskólanum:
Á þriðjudaginn var kveðjuhóf í leikskólanum á Kópaskeri. Báðar deildir Öxarfjarðaarskóla sameinuðust þar 1. júní fram að sumarlokun. Í svo víðfeðmu skólasamfélagi, sem skólasamfélagi Öxarfjarðarskóla, er gott að hafa sveigjanleika sem þennan. Þriðjudaginn 7. júlí voru bakaðar vöfflur, poppað, blásnar upp blöðrur, leikið sér á ýmsan hátt og skemmtu allir sér vel. Í dag, seinasta daginn fyrir sumarlokun, er búningadagur og nemendur og starfsfólk í ýmsum hlutverkum og skrautlegum búningum.
Samstarf:
Þær stöllur Kristin í“sk, Eyrún, Ásta, Jóhanna og Erna Rún hafa haldið utan um leikskólann í sumar. Erna Rún kom inn í afleysingar. Samstarfið hefur á allan hátt gengið vel og vill Kristín í“sk, deildarstjóri á Kópaskeri, þakka fyrir gott samstarf við bæði foreldra og samstarfskonur.
Njótum sumarsins með börnunum okkar.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.