07.10.2016
Leikritið Eldbarnið, frá Möguleikhúsinu, var sýnt í Öxarfjarðarskóla á þriðjudaginn var, þann 3. október. Eldbarnið er hamfaraleikrit fyrir börn. Leikararnir Andrea Ösp Karlsdóttir, Alda Arnarsdóttir og Pétur Eggerz, sem einnig er höfundur leikritsins, fluttu þetta áhrifamikla verk. Leikritið fjallaði um eldgosið í Lakagígum, einhverjar mestu náttúruhamfarir Íslandssögunnar og þá miklu erfiðleika sem fylgdu. Allir nemendur grunnskóladeildar, ásamt kennurum, horfðu á verkið. Það er óhætt að segja að leikritið hélt athygli allra.
14.09.2016
Var beðin um að koma þessum upplýsingum á framfæri. Kv, GSK.
Spennandi fundur fyrir foreldra barna í leikskóla og 1- 4. bekk grunnskóla
Fundurinn verður haldinn í Samkomusal Borgarhólsskóla mánudaginn 19. september kl. 17.00
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur fræðir um málþroska og framburð og mikilvægi örvunar á þessu sviði.
Hvernig gefa foreldrar börnum forskot á málþroska og tjáningu sem síðar leggur grunn að lestrarfærni og námi?
Sérstaklega verður kynnt aðferðafræði og rannsóknir er tengjast „Lærum og leikum með hljóðin“.
Dæmi sýnd um notkun smáforrita í kennslu og leik heima fyrir.
Efnið hentar mjög vel foreldrum barna í leikskóla og yngri aldurshópum í skóla. Sérstök tilboð verða á efni Lærum og leikum með hljóðin, fyrir áhugasama. Sjá nánar á laerumogleikum.is
Hvernig sköpum við börnum okkar bestu þroskaskilyrði fyrir mál og tal?
Skólaþjónusta Norðurþings - Aðgangur er ókeypis.
24.08.2016
Kæru foreldrar/forráðamenn/starfsfólk
Minni á skólasetningu á morgun, fimmtudag 25. ágúst kl 17:30
Nemendur fá stundaskrá og innkaupalista eða upplýsingar um hvað þarf til, hjá umsjónarkennurum sínum. Kennsla hefst svo daginn eftir, þ.e. föstudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrá..
Skólaakstur
Skólaakstur hefst föstudaginn 26. ágúst og verður með nokkurn veginn sama fyrirkomulagi og síðast liðið skólaár. Helstur akstursleiðir eru nú, Reistarnes-Lundur-Lundur-Reistarnes, Lón-Lundur-Lundur-Lón, Sel/ Sandfellshagi-Lundur-Lundur-Sandfellshagi/Sel. Einnig er ekið frá Tóvegg í veg fyrir skólabíl. Foreldrar sjá um akstur frá Gilsbakka.
Tímasetning skólabíla
• Kristinn Rúnar fer frá Lóni kl. 7:45 alla daga
• Sigurður Reynir fer frá Reistarnesi kl. 7:30 alla daga
• Skólabílar fara frá Lundi mánudaga til fimmtudaga kl 15:50. Föstudaga leggja skólabílar af stað frá Lundi kl 12:00.
• Bernharð verður á hefðbundnum tíma á leiðinni Sel/ Sandfellshagi-Lundur-Lundur-Sandfellshagi/Sel
Kveðja, Guðrún S. K. og Hrund
22.06.2016
í†skan í Öxarfirði með rokktónleika:
Skólahljómsveit Öxarfjarðarskóla flytur nokkur rokklög, kl. 13:00 laugardaginn 25. júní, í Jarðskjálftasetrinu. Meðal annars Creedence Clearwater, Metallica, Guns n‘ roses o.fl.
Flytjendur verða: Bjartey Unnur Stefánsdóttir, Erna Rún Stefánsdóttir, Emil Stefánsson, Sindri Þór Tryggvason. Þar sem trymillinn Jón Alexander verður ekki á staðnum ætlar Unnar Þór Hlynsson að hlaupa í skarðið, eins verður Jónína Freyja ekki heima þessa helgi. Tónlistarmönnunum til aðstoðar og halds og trausts verða Reynir Gunnarsson tónlistarkennari, Tryggvi Hrafn Sigurðarson, kennari við
Öxarfjarðarskóla og Kristín í“sk Stefánsdóttir foreldri og deildarstjóri deildarinnar á Kópaskeri.
Við erum þakklát foreldrum flytjenda rokksveitarinnar sem tóku verkefninu strax vel og Hólmfríði Halldórsdóttur fyrir að leyfa okkur að vera með verkefnið í Jarðskjálftasetrinu á Kópaskeri.
Því miður getur undirrituð ekki verið með þar sem útskrift yngsta sonarins fer fram í Reykjavík þessa sömu helgi.
Kær kveðja, Guðrún S K.
22.06.2016
Leikskólabörnin á Kópaskeri eru svo sannarleg með framlag á Sólstöðuhátíð. Myndlistarsýning verður sett upp á föstudaginn í Skerjakollu og ég hvet ykkur til að koma og líta á listaverk barnanna.
Því miður getur undirrituð ekki verið með þar sem útskrift yngsta sonarins fer fram í Reykjavík þessa sömu helgi.
Kær kveðja,
Guðrún S K.
20.06.2016
Við leitum við eftir leikskólakennara eða starfsmanni í 100% starf við leikskóladeild
Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri. Þekking á leikskólastarfi æskileg.
Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri
Sími 465-2220/892-5226 e-mail gudrunsk@nordurthing.is , og Kristín í“sk Stefánsdóttir
Sími 4652405/849-3539 e-mail kristino@nordurthing.is
20.05.2016
Öxarfjarðarskóla var slitið í dag, 20. maí.
13.05.2016
Veðurmælingar miðdeildar:
Miðdeildin hefur verið að fást við veðurmælingar með Önku og notið útiveru um leið.
Vettvangsskoðun yngsta stigs:
Yngsta stig fór í fjárhúsin hjá Sigurði Tryggva og litu á sauðburðinn og litlu lömbin vöktu óskipta athygli hjá þeim.
Leikskólinn:
Starfsfólk leikskóladeilda hefur lagt áherslu á útiveru og hreyfingu og leikskólabörnin verið ótrúlega dugleg í gönguferðum.
13.05.2016
Christoph fór með unglingadeildina í Akurgerði. Ungmennin höfðu undirbúið skil á skógræktarverkefni sem þau svo skiluðu af sér í skógínum. Þetta tókst vel og skemmtilega og var drjúg útivera um leið.
13.05.2016
Haldið var landshlutamót á Húsavík 6.-8.maí, þar sem björgunarsveitir af Norðurlandi sameinuðust með sína ungliða við störf og leik. Þar var m.a. sigið, siglt og farið í uppbyggjandi leiki. Kristján Ingi fór að sjálfsögðu með vaskan hóp frá okkur sem kom sáttur og ánægður heim að loknu móti.