08.02.2016
Vegna ákveðinna aðstæðna viljum við ráða starfsmann í 100% starf við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, á Kópaskeri. Upplýsingar gefur skólastjóri, Guðrún S. Kristjánsdóttir, í síma 465-2246 eða 892-5226. gudrunsk@nordurthing.is
03.02.2016
Síðast liðna helgi, 30-31. janúar fór fram í Kaplakrika Meistaramót Íslands 11-14 ára. 354 keppendur voru skráðir til leiks frá 19 félögum. Gestaþátttakendur frá Treysti í Færeyjum settu skemmtilegan svip á mótið. Það er gaman að geta þess að nemandi í 8. bekk Öxarfjarðarskóla, Jón Alexander Arthúrson, vann gullið í sínum aldursflokki og er Íslandsmeistari í Kúluvarpi. Á myndinni má sjá Jón Alexander með verðlaunin ásamt þáttakendum sem lentu í öðru og þriðja sæti.
03.02.2016
Þessa sömu helgi og Meistaramótið fór fram, eða föstudaginn 29. janúar var haldin söng og tónlistarkeppni á Húsavík. Atriðin sem kepptu voru sextán og og fleiri hundruð ungmenni mættu á staðinn. Það þarf kjark til að standa frammi fyrir slíkum fjölda á sviði og flytja söngatriði. Jónína Freyja Jónsdóttir, nemandi í 8. bekk Öxarfjarðarskóla tók þátt í þessari keppni, með lagið To make you feel my love, og stóð sig með mikilli prýði. Undirrituð naut þeirra forréttinda að fá að fylgjast með hverju ungmenninu af öðru gleðja salinn með söng og tónlist
03.02.2016
Öskudag ber upp á miðvikudaginn 10. febrúar n.k. Foreldrafélagið mun líkt og undanfarin ár, bjóða upp á dagskrá fyrir grunnskólabörnin þann dag eftir hádegi. Að afloknum hádegisverði í skólanum munu þau sem vilja fá far með rútunni út eftir til Kópaskers. og syngja fyrir starfsfólk fyrirtækja þar. Á leiðinni verður komið við í Silfurstjörnunni. Eftir söngferðalagið verður farið í leiki í íþróttahúsinu (Pakkhúsinu). Foreldrar eru beðnir að sækja börn sín kl. 16.00. Leikskólabörn eru velkomin í hópinn en verða þá að vera í fylgd foreldra/ forráðamanna.
Börnin fá leyfi úr grunnskólanum eftir hádegið. Fararstjórar sönghóps verða Guðrún Lilja s. 866 29 22, Guðrún Jónsdóttir s. 842 43 62 og Hildur Sigurðar s.865 0293
06.11.2015
Hin árlega Haustgleði unglingadeildar Öxarfjarðarskóla var haldin í gær, 5. nóvember.
04.11.2015
Við minnum á starfsdag þann 6. nóvember. Báðar leikskóladeildir og grunnskóladeild Öxarfjarðarskóla eru lokaðar þennan dag.
04.11.2015
Við minnum á Haustgleði Öxarfjarðarskóla sem er á morgun, fimmtudaginn 5. nóvember kl. 19:00. Þar mun skáldagyðjan, tónlist, gott fólk og góður matur ráða ríkjum. Í eldhúsinu munu þau Stefán Haukur og Anna Englund ráða ríkjum ásamt unglingunum sem þjóna einnig til borðs auk þess að taka þátt í skemmtiatriðum. Hagyrðingarnir okkar munu leggja okkur lið; þau Tryggvi á Hóli, María í Vogum, Ingólfur í Mörk, Þorfinnur á Ingveldarstöðum, Brynjar á Gilhaga, Stefán á Leifsstöðum og Erla á Þverá. Blómlegur og fjölhæfur hópur. Ásdís Einarsdóttir les upp verðlaunasöguna sína Kennaradraugarnir.
23.10.2015
Undirbúningur okkar árlegu Haustgleði, sem verður 5. nóvember, er hafinn. Í ár er hagyrðingaþema og erum við búin að fá til liðs við okkur sjö hagyrðinga úr heimabyggð sem verða með okkur þetta kvöld. Unglingarnir, ásamt Hrund sem heldur utan um verkefnið, eru búnir að heimsækja þessa snillinga og taka við þá viðtöl.
Anna Englund og Stefán Haukur ætla að halda utan um matseldina með unglingunum.
Tónlist mun einnig lita dagskrána. Reynir heldur utan um þann þátt með nemendum.Textar úr heimabyggð verða sungnir við þekkt lög og Ásdís Einarsdóttir les verðlaunasöguna sína „Kennaradraugarnir“.
Ég segi það enn og aftur hér er hæfileikafólk á hverju strái og ómetanlegt hversu margir eru tilbúnir að leggjast á árarnar með okkur.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
23.10.2015
Í gær, fimmtudaginn 22. október, kom Jóhanna Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá „Ráðgjöf í reykbindindi“ tilnefnd af fagráðum landlæknis um lýðheilsu, með fræðsluerindi fyrir miðstig og unglingastig, um skaðsemi tóbaks.
06.10.2015
Kæru foreldrar/forráðamenn, nemendur/ starfsfólk
Kennarasambandið og Heimili og skóli stóðu fyrir smásagnakeppni meðal leik- grunn- og framhaldsskólanemenda og voru verðlaun fyrir bestu smásögurnar veitt í gær, 5. október, á Alþjóðadegi kennara.
Keppnisflokkar voru fjórir; leikskólinn, grunnskólinn - 1. til 6. bekkur, grunnskólinn 7. til 10. bekkur og framhaldsskólinn. Þemað að þessi sinni var „kennarinn“.
Það var hún Ásdís Einarsdóttir, nemandi í Öxarfjarðarskóla, sem sá og sigraði, í flokknum 1. til 6. bekkur, fyrir söguna "Kennaradraugurinn". Við óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Í flokknum, Leikskólinn, var það Kjartan Kurt Gunnarsson, leikskólanum Barnabóli, Þórshöfn, sem hlaut verðlaun fyrir söguna "Kennari minn".
Það er ekki að spyrja að Norður Þingeyingum og fámennu skólunum :-)
Aðrir vinningshafar voru:
Marta Ellertsdóttir, nemandi í Garðaskóla (7.-10. bekkur), fyrir söguna "Emelía og kennarinn".
Dagný Gréta Hermannsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi, fyrir söguna "Bananabrauð".
Verðlaunasögurnar verða birtar í Skólavörðunni. Dómnefnd var skipuð Brynhildi Þórarinsdóttur, rithöfundi og dósent, Kristjáni Jóhanni Jónssyni, dósenti á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndísi Jónsdóttur, framkvæmdastjória SAMFOKS.
Verðlaunahafarnir fengu vandaða lestölvu frá BeBook og rafbók að eigin vali.
Úrslitin ásamt myndum er að finna á vef KÍ : http://ki.is/um-ki/utgafa/frettir/2886-urslit-i-smasagnasamkeppninni-gerd-kunn
Kær kveðja,
Guðrún S. K.