Fréttir

Niðurstöður úr foreldrakönnun

Í mars sí­ðast liðnum var lögð könnun fyrir foreldra samhliða foreldraviðtölum.

Skólaslit

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru í­ dag.

Tónleikar á morgun, miðvikudaginn 6. maí­ kl. 17:00, í­ Öxarfjarðarskóla, Lundi

Ég minni á að vortónleikar Tónlistarskólans eru á morgun, miðvikudaginn 6. maí­ kl. 17.00. í­ Öxarfjarðarskóla, Lundi. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Vettvangsferðir yngsta stigs Öxarfjarðarskóla 16.og 21. aprí­l 2015

Í yngri deild er verið að fjalla um í­slensku húsdýrin. Vikuna 13.-17. aprí­l lærðu börnin um kúna og fórum við í­ þeirri viku gangandi í­ fjósið hjá Sigga Tryggva á Skinnastað, sem tók þar á móti okkur. Við fylgdumst með þegar kálfi var gefið mjólkurbland úr fötu, sumir smökkuðu eða lyktuðu af mjólkurduftinu áður. Þar næst skoðuðum við kú sem gengur með tvo kálfa undir sér, og einnig naut sem finnst mjög gott að láta klóra sér á bakinu með hrí­fu. Lyktin var mjög sterk, en við fórum í­ sund strax á eftir svo við urðum fljótt hrein og fí­n. Vikuna 20.-24. aprí­l lærðum við um hænur. Það var farið snemma morgun,s í­ rútu með Rúnari skólabí­lstjór, í­ heimsókn til Eyrúnar í­ Tungu en hún sýndi okkur þar hænur og þar voru lí­ka 22 þriggja vikna hænuungar. Við fórum gangandi til baka í­ skólann og var það hressandi göngutúr. Núna erum við að læra um hundinn. Gaman gaman. f.h. yngsta stigs, Vigdí­s og Kristí­n.

Vettvangsferðir yngsta stigs Öxarfjarðarskóla 16.og 21. aprí­l 2015

Í yngri deild er verið að fjalla um í­slensku húsdýrin. Vikuna 13.-17. aprí­l lærðu börnin um kúna og fórum við í­ þeirri viku gangandi í­ fjósið hjá Sigga Tryggva á Skinnastað, sem tók þar á móti okkur. Við fylgdumst með þegar kálfi var gefið mjólkurbland úr fötu, sumir smökkuðu eða lyktuðu af mjólkurduftinu áður. Þar næst skoðuðum við kú sem gengur með tvo kálfa undir sér, og einnig naut sem finnst mjög gott að láta klóra sér á bakinu með hrí­fu. Lyktin var mjög sterk, en við fórum í­ sund strax á eftir svo við urðum fljótt hrein og fí­n. Vikuna 20.-24. aprí­l lærðum við um hænur. Það var farið snemma morguns í­ rútu með Rúnari skólabí­lstjór, í­ heimsókn til Eyrúnar í­ Tungu en hún sýndi okkur þar hænur og þar voru lí­ka 22 þriggja vikna hænuungar. Við fórum gangandi til baka í­ skólann og var það hressandi göngutúr. Núna erum við að læra um hundinn. Gaman gaman. f.h. yngsta stigs, Vigdí­s og Kristí­n.

Sumarkaffi í­ Pakkhúsinu á Kópaskeri á sumardaginn fyrsta, þann 23. aprí­l.

Unglingadeild Öxarfjarðarskóla ætla að bjóða sumarið velkomið og vera með með sumarkaffi í­ Pakkhúsinu á Kópaskeri þann 23. aprí­l milli kl. 13 og 17. Unglingarnir ætla að vera með vöfflukaffi, kökubasar, tombólu og sölu á klósettpappir, lakkrí­s o.fl. Einnig verður Rauði Krossinn með fatasölu á staðnum. Vinsamlegast komið með pening, unglingadeildin er ekki með posa. Sumarkveðja. Unglingadeild Öxarfjarðarskóla og Þingeyjarsveitardeild Rauða kross Íslands.

Sundi frestað fram í­ næstu viku

Sundið hefst að öllum lí­kindum ekki fyrr en í­ næstu viku. Laugin er ekki alveg tilbúin en verður það vonandi á mánudaginn kemur.

Bugsie Malone og aukasýning miðvikudaginn 15. aprí­l kl 19:30

Við stefnum á aukasýningu á Bugsie Malone, miðvikudaginn 15. aprí­l kl 19:30. Frumsýning tókst ákaflega vel og enginn svikinn af þessari glæsilegu sýningu. Mig langar til þess að biðja ykkur að vera dugleg að auglýsa þessa aukasýningu á Bugsie Malone sem er svo sannarlega þess virði.

Gleðilega páska

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska, nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum velunnurum. Kærar kveðjur, Guðrún S. K. og Hrund

Sundkennsla, endurskinsvesti o.fl.

Sundkennsla: Conny stefnir á að hefja sundkennslu strax eftir páska þ.e. þriðjudaginn 7.aprí­l og þess vegna viljum við minna á sundföt en lí­ka í­þróttaföt því­ stundum er laugin of köld og þá þarf breyta áætluninni. Föstudagurinn 27.mars er sí­ðasti kennsludagur fyrir páska og kennsla hefst aftur skv stundaskrá þriðjudaginn 7.aprí­l. Endurskinsvesti: Nú er ekki lengur þörf á endurskinsvestum og þær Fljóða og Gulla eru farnar að safna þeim saman. Einhver vesti leynast ennþá á einhverjum heimilum og langar okkur að fá þau sem fyrst í­ skólann.