Í október og nóvember voru lagðar fyrir kannanir til að meta líðan og samskipti í skólanum. Kannanirnar voru þríþættar, foreldrakönnun var lögð fyrir foreldra sem komu í foreldrasamtöl, nemendakönnun var lögð fyrir nemendur á skólatíma og var ákveðið að fara ekki neðar en í þriðja bekk þar sem spurningarnar eru oft ekki auðskiljanlegar yngri nemendum. Starfsmannakönnun svöruðu starfsmenn í skólanum á vinnutíma.
Niðurstöður nemenda- og foreldrakannanna voru kynntar foreldrum á foreldrafundi þann 10. nóvember. Niðurstöður starfsmannakönnunar voru kynntar starfsmönnum á starfsmannafundi þann 14. nóvember.
Kannanirnar má finna undir flipanum Skólinn og undir valmyndinni Innra mat.