Haustgleðin okkar, á morgun þann 24. nóvember kl 19:00
Ég minni á okkar árlegu Haustgleði sem verður á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember kl 19:00. Að þessu sinni verða sögur, munnmæli og örnefni í heimabyggð í aðalhlutverki og munu nemendur unglingadeildar sjá um dagskrá undir handleiðslu Hrundar. Afrakstur hagyrðingakvöldsins í fyrra, lítil en stórskemmtileg kvæðabók, verður til sölu á morgun, unnin af nemendum undir handleiðslu Kidda og Hrundar. Tónlistarskólinn kemur einnig að þessu með okkur og munu nemendur flytja tónlistaratriði sem þeir hafa æft með Adrian og Reyni. Skemmtileg myndverk verða á veggjum af stórbrotinni náttúru í kring og stuttmynd miðdeildar, unnið í samvinnu við Jenný og Lottu. Yfirkokkur að þessu sinni er Gulla í Klifshaga. Henni til aðstoðar ásamt unglingadeildinni verða þau Tryggvi og Lotta. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest J