Björgunarsveitirnar okkar gegna gríðarlega stóru hlutverki og er borið uppi af sjálfboðaliðum. Björgunarsveitirnar taka þátt í björgun, leit og gæslu og leitar löggæslan til björgunarsveitanna þegar aðstæður sem þessar koma upp og þær koma með mannskap sinn og búnað. Björgunarsveitirnar vinna ómetanlegt starf í þágu almannaheilla í samvinnu við stjórnvöld og hafa bjargað ófáum mannslífum.
Félagasamtök sem kvenfélögin okkar og björgunarsveitirnar eru samfélaginu okkar ómetanleg.
Á myndinni má sjá félaga í Björgunarsveitinni Núpum í Öxarfirði og Stefáni úr Mývatnssveit.