Í yngri deild er verið að fjalla um íslensku húsdýrin.
Vikuna 13.-17. apríl lærðu börnin um kúna og fórum við í þeirri viku gangandi í fjósið hjá Sigga Tryggva á Skinnastað, sem tók þar á móti okkur.
Við fylgdumst með þegar kálfi var gefið mjólkurbland úr fötu, sumir smökkuðu eða lyktuðu af mjólkurduftinu áður.
Þar næst skoðuðum við kú sem gengur með tvo kálfa undir sér, og einnig naut sem finnst mjög gott að láta klóra sér á bakinu með hrífu.
Lyktin var mjög sterk, en við fórum í sund strax á eftir svo við urðum fljótt hrein og fín.
Vikuna 20.-24. apríl lærðum við um hænur.
Það var farið snemma morgun,s í rútu með Rúnari skólabílstjór, í heimsókn til Eyrúnar í Tungu en hún sýndi okkur þar hænur og þar voru líka 22 þriggja vikna hænuungar. Við fórum gangandi til baka í skólann og var það hressandi göngutúr.
Núna erum við að læra um hundinn. Gaman gaman.
f.h. yngsta stigs,
Vigdís og Kristín.