Unglingastigið er á Þeistareykjum ásamt þeim Kidda, Christoph og Vigdísi. Þau lögðu af stað í gær og gistu í nótt í skálanum á Þeistareykjum. Þungfært var uppeftir en hópurinn naut aðstoðar Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík, sem ætlar einnig að lóðsa þau niðureftir. Ekki amalegt að fá björgunarsveitirnar til liðs við sig og margt af þeim hægt að læra. Björgunarsveitarbíll björgunarsveitarinnar okkar hér, Núpa, er einnig með í för. Undirituð heyrði í hópnum nú fyrir hádegi og var hann þá á leið í Togarahelli, sem er viðamikill hellir þar í grennd. Svona ferð er ögrandi og reynir á þolrifin en skilur yfirleitt eftir sig sigurtilfinningu. Þetta gat ég! Hér til hliðar er mynd af glaðbeittum hóp við skálann á Þeistareykjum.