Í dag 11. febrúar er árlegur dagur íslenska táknmálsins. Mennta- og menningarrnálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því að nota 11. febrúar, eða dagana þar í kring, til að kynna íslenskt táknmál sérstaklega. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið hér á landi og er fyrsta mál um 200 slendinga. Enn fleiri nýta sér íslenskt táknmál í daglegu lífi og starfi.
Öxarfjarðarskóli hafði daginn í heiðri og minnti nemendur á þetta mikilvæga mál. Á myndinni sjást nemendur og starfsfólk klappa fyrir nemendum, á táknmáli, eftir að þeir höfðu kynnt nokkur hugtök á táknmáli.