Nemandi úr Öxarfjarðarskóla, Dagbjört Nótt bar sigur úr bítum á Tónkvíslinni 2019
Tónkvíslin 2019 var haldin þann 23. febrúar síðast liðinn og var það hún Dagbjört okkar Nótt sem sá og sigraði Tónkvíslina í ár með laginu: Take me to church eftir Hozier. Til hamingu Dagbjört, við erum öll stolt af þér 😊
Allt frá árinu 2006 hefur Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum staðið fyrir Tónkvíslinni, einum glæsilegasta tónlistarviðburði Norðurlands eystra, ef ekki landsins í heild. Þó Tónkvíslin hafi komið til sem framhaldsskóla-söngkeppni hefur hún þróast út í stærri viðburð og væri í dag mun sambærilegri Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson - tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar - lýsti Tónkvíslinni þannig að öll umgjörð hennar hefði verið metnaðarfyllri en hjá Söngvakeppni Sjónvarpsins þegar hann kom sem dómari á Tónkvíslina árið 2016.
Â