Dagur leikskólans í­ gær, miðvikudaginn 6. febrúar, og upplýsingar frá Menntamálastofnun í­ tilefni dagsins.

 

Kæru foreldrar, forráðamenn og starfsfólk.

Um leið og Menntamálstofnun óskar okkur öllum til hamingju með dag leikskólans, sem var í­ gær miðvikudaginn 6. febrúar. Sendir hún frá sér eftirfarandi upplýsingar:

Menntamálastofnun vinnur að eflingu læsis í­ landinu í­ tengslum við þjóðarsáttmála um læsi. Þar spila leikskólar stórt hlutverk því­ þar er lagður mikilvægur grunnur að læsi. Málþroskinn vegur þar þyngst og er eitt mikilvægasta verkfærið.

Í tilefni af degi leikskólans gefur Menntamálastofnun út tvö myndbönd, orðaforði og læsisráð https://mms.is/myndbond , sem innihalda viðtöl við fagfólk og foreldra um mikilvægi þess að efla orðaforða og málþroska barna. Myndböndin nýtast bæði starfsfólki leikskóla svo og foreldrum og öðrum sem eiga í­ samvistum við börn. Þá gefur Menntamálastofnun út í­ formi talglæra, góð ráð um hvernig hægt er að nýta lestur á árangursrí­kan hátt.

Menntamálastofnun bindur vonir við að bæði myndböndin og talglærurnar nýtist starfsfólki leikskóla og þeir deili þeim áfram til foreldra svo allir geti lagt sitt af mörkum til að efla málþroska og grunnþætti læsis hjá sí­num börnum.