Unglingastig Öxarfjarðarskóla á ferðinni og kynnir sér atvinnulí­f og skóla

Það er erilsamt hjá unglingastiginu okkar þessa dagana.

Í dag er unglingastigið okkar á ferðinni og kynnir sér atvinnulí­f og skóla á Akureyri.

Hér eru áætlaðar tí­masetningar, sem mögulega eitthvað riðlast en undirrituð heyrði frá þeim kl 16:00 og þau voru að leggja af stað frá Akureyri og hafði gengið vel hjá þeim.


8:20 Morgunmatur í­ Lundi
8:40 Brottför úr Lundi
11:00 Starfamessa í­ HA
11:50 Kynningarferð í­ MA
13:00 Kynningarferð í­ VMA
14:00 Kynning á heimavistinni (óljós tí­masetning, förum beint á vistina eftir VMA)
14:30 Matur, pí­tsa á Sprettinum (gæti riðlast eitthvað, fer eftir hvenær heimsóknin á vistina er búin.)
Heimferð yrði svo strax að loknum matnum.

Hópurinn gæti verið kominn í­ Lund upp úr 18:00. Nemendum er skilað við á afleggjara á leiðinni og á Kópasker. 

Rúnar á Hóli keyrir Lundur-Akureyri-Lundur.