Vorgleði Öxarfjarðarskóla verður haldin í Lundi fimmtudaginn 7.apríl næstkomandi og ber yfirskriftina Betri heimabyggð.
Húsið opnar kl. 18:30 með sýningu á verkum nemenda í miðrými skólans. Formleg dagskrá hefst um kl. 19:00 í matsal.
Nemendur hafa verið að vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast heimabyggðinni, s.s. hvað samfélagið hefur upp á að bjóða, hvað er til fyrirmyndar og hvað mætti betur fara. Dagskrá kvöldsins er ígildi íbúaþings þar sem gestir fá einnig að taka þátt.
Í boði er þriggja rétta kvöldverður og verð sem hér segir:
Fullorðnir 3.000 kr
Börn á grunnskólaaldri 1.500 kr
Börn á leikskólaaldri - frítt.
Gos verður selt með matnum 250 kr (gott að hafa reiðufé)
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem allra fyrst - í síðasta lagi þriðjudaginn 5.apríl, með því að senda tölvupóst á hrund@oxarfjardarskoli.is eða hringja í s: 465-2244 / 465-2246 /465-2247.
Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði og einungis hægt að taka á móti þeim sem panta fyrirfram.
Ekki er tekið við kortum og best að greiða með því að millifæra á reikning foreldrafélagsins sem er 1110-05-250318 kt. 691221-0830. Sendið kvittun fyrir millifærslu á einar@lon2.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Með kveðju,
Nemendur Öxarfjarðarskóla