04.03.2024
Kvenfélögin þrjú; Stjarnan, Kvenfélag Öxfirðinga og Kvenfélag Keldhverfinga eru dyggir stuðningsaðilar skólans. Fyrir skemmstu gáfu þau leik- og grunnskóladeildum hávaðamæla sem hjálpa til við að halda hávaða í skefjum. Þar að auki gaf Kvenfélag Keldhverfinga skólanum spil til að auka á fjölbreytni í frímínútum og frístund. Við erum virkilega þakklát kvenfélögunum fyrir góðvild og stuðning í garð skólans.
27.02.2024
Öflugt samstarf heimila og skóla skilar sér í góðum árangri í lesfimi nemenda
26.02.2024
Í dag var haldið þorrablót í skólanum. Ákveðið var að gefa nemendum svolitla innsýn inn í það hvernig þorrablót eru haldin hjá landanum með gleði, söng og glensi.
22.02.2024
Í gær fóru nemendur og starfsfólk skólans skemmtilega og vel heppnaða ferð til Raufarhafnar sem er liður í samstarfi meðal skólanna.
25.01.2024
Síðastliðinn föstudag var haldið nemendaþing þar sem nemendur unnu í hópum þvert á aldur í lausnaleit á vanda tengdum frímínútum.
15.01.2024
Nýju ári fylgja ný verkefni og nú er lestrarátakið fyrirferðamikið.
20.12.2023
Litlu jólin voru haldin hátíðleg í dag í leik- og grunnskóladeild.
19.12.2023
Í gærmorgun var lagt af stað í skólaferðalag í Mývatnssveit með nemendur yngri og miðdeildar.
13.12.2023
Í gær voru jólatónleikar tónlistarskólans haldnir í sal skólans og stigu 14 nemendur á svið með margvísleg hljóðfæri og söng.
07.12.2023
Óhætt er að segja að erilsamt sé í desember. Í dag var jólaföndurdagur í skólanum fyrir leik- og grunnskóladeild. Hefð er fyrir því að nemendur og foreldrar, ömmur og afar, jafnvel frænkur og frændur komi föndri saman eftir hádegið.