List fyrir alla - Svakalegar sögur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá listaverkefninu List fyrir alla þar sem þær Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og Blær Guðmundsdóttir teiknari héldu skemmtilega kynningu fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi. Svakalegar sögur er 60 mín kynning og smiðja fyrir krakka um hvernig allir geta fengið hugmyndir og búið til sögur. Þær Eva Rún og Blær hafa báðar starfað við fjölbreytt verkefni tengd bókaútgáfu og barnamenningu og hafa síðastliðin tvö ár kennt rit- og teiknismiðjuna Svakalega sögusmiðjan í Borgarbókasafninu. 

Þær töluðu um hvers vegna það er mikilvægt að hugsa skapandi og lesa bækur og síðan voru nemendur leiddir í gegnum það hvernig hægt er að æfa sig í að fá hugmyndir hvar og hvenær sem er. Að lokum sköpuðu nemendur sína eigin sögupersónu, gáfu henni nafn, Sigríður Fjóla, og bjuggu til sögu um hana í sameiningu.  

Í byrjun skólaárs geta börn á aldrinum 3. - 7. bekk eða 8 ára (fædd 2016) til 12 ára (fædd 2012) sent inn sögur, texta eða handrit í flokkunum

Lag og texta, smásagna, leikritahandrita og stuttmyndahandrita.

Í byrjun árs velja dómnefndir sigurverk í hverjum flokki sem eru unnin áfram. Börnin sem eiga sigurverk í flokki:
lag og texta vinna með fagfólki við útsetningu lagsins sem eru flutt beinni útsendingu á RÚV á vorin

Sögur – verðlaunahátíð barnanna er lokapunkturinn í þessu stóra samstarfsverkefni. Þar fá börnin sem eiga sigurverk, Svaninn, verðlaunagrip Sagna. Börn fá einnig tækifæri til að verðlauna það menningarefni fyrir börn sem þeim finnst hafa skarað fram úr á liðnu ári. Á vorin opnar á vef KrakkaRÚV kosning Sagna þar sem börnin kjósa í öllum flokkum það sem þeim finnst standa upp úr á sviði barnamenningar. Í febrúar og mars geta börnin kosið sínar uppáhalds bækur í Bókaverðlaunum barnanna í skólum og bókasöfnum um allt land.