Foreldrafundur var haldinn í síðustu viku, þann 26.september og var vel mætt enda boðið upp á dýrindis veitingar, kaffi og kökur ásamt áhugaverðri dagskrá.
Meðal þess sem var til kynningar var hönnun skólalóðarinnar, kosið í nýja stjórn foreldrafélagsins og farið yfir helstu áherslur í kennslu hjá deildunum. Heilmiklar umræður spunnust.
Þessi fundur var meira grunnskólamiðaður en stefnt er á fund með foreldrum leikskólabarna þann 16.október nk.
Fundargerð foreldrafundarins er komin á heimasíðuna og má lesa hér