Okkur barst skemmtileg gjöf í leikskólann frá Unni í Klifshaga. Hún prjónaði nokkur vettlingapör sem eru þá til aukalega og geta nýst ef vettlingar barnanna eru blautir eða gleymast heima. Gjöfin er til minningar um þær Huldu Þórarinsdóttur og Laufeyju Bjarkadóttur í Hafrafellstungu. Við þökkum fyrir hlýhug og velvild í garð skólans og greinilegt að bakhjarlar okkar leynast víða.