Þann 23.maí var Öxarfjarðarskóla slitið. Í þetta sinn útskrifuðust engir nemendur úr 10.bekk en verða fjórir næsta skólaár. Að þessu sinni voru þrír starfsmenn kvaddir sem hverfa til annarra starfa en það voru kennararnir Kristján Ingi og Birkir og svo Guðný María matráður. Nemendur fengu vitnisburði sína í heimastofum og að lokum voru kaffiveitingar í matsal skólans. Við óskum öllum nemendum, starfsfólki og foreldrum ánægjulegs sumars!