Áralöng hefð er fyrir því að tendra á jólatrénu við skólans í upphafi aðventunnar. Í dagrenningu var tendrað á trénu og öll börn ásamt starfsfólki leik- og grunnskóladeildar komu og dönsuðu í kringum jólatréð undir gítarleik Jónasar Þórs. Við fengum sérstakan gest til okkar að þessu sinni en Katrín sveitarstjóri kom og tendraði á trénu og tók þátt í söngnum með okkur.
Nýfallinn snjórinn gerði sitt í stemningunni og við erum afskaplega ánægð með fallega jólatréð sem á eftir að lýsa upp skammdegið í desember.