Foreldrafundur leikskóladeildar

Í gær 17.október var haldinn fundur fyrir foreldra leikskólabarna. Gaman hversu vel var mætt en  farið var yfir starfsemina á öllum deildunum þremur; Krílakoti, Hálsakoti og Vinakoti.  Arna Ásgeirsdóttir kennsluráðgjafi hjá Norðurþingi var gestur fundarins og upplýsti foreldra m.a . um þá stoðþjónustu sem í boði er.
Ýmislegt fleira var rætt og má sjá fundargerðina hér en hún er vistuð undir hnappnum Leikskóladeildin.