Skemmtilegir jólatónleikar

Í gær voru jólatónleikar tónlistarskólans haldnir í sal skólans og stigu 14 nemendur á svið með margvísleg hljóðfæri og söng.  Spilað var á píanó, fiðlu, gítar harmonikku, trommur og sungið. Það er mikils virði að vera í samstarfi við tónlistarskóla og hafa aðgang að góðu tónlistarnámi. Framtíðin er sannarlega björt hjá ungu tónlistarnemendunum sem eflast og styrkjast í hvert sinn sem þeir koma fram. Tónlistarkennarar í vetur eru Jónas Þór Viðarsson, Adrienne Davis og Indíana Þórsteinsdóttir.

Talsvert eldri en mun óreyndari tónlistarmenn stigu svo á svið í lokin eftir að hafa hlotið stutta og snarpa leiðsögn hjá Adrienne tónlistarkennara.