Í gær var árshátíð Öxarfjarðarskóla haldin hátíðleg með fullum sal af áhorfendum og gerður góður rómur að. Nemendur yngri deildar sýndu hið sígilda verk Öskubusku en nemendur mið- og unglingastigs sýndu Aladdín.
Allir stóðu sig með eindæmum vel, bæði í leik og söng. Það sýnir sig glögglega ár frá ári hversu vel nemendur þroskast og eflast við að takast á við stór verkefni á borð við þessi enda liggur nokkurra vikna vinna að baki. Starfsfólk skólans á hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf í aðdraganda sýninganna með búningagerð, sviðsmynd, leikstjórn o.fl. Þá sáu skólastjóri og tónlistarkennarar frá Tónlistarskóla Húsavíkur um söngþjálfun, undirleik og tæknistjórnun. Foreldrafélag skólans reiddi svo fram dýrindis hlaðborð að sýningum loknum. Við þökkum sýningargestum kærlega fyrir komuna og stuðninginn.
Hér má sjá myndir frá árshátíðinni: