Trunt, trunt, tröll og aðrar landsins vættir

Í fyrradag fékk unglingadeildin skemmtilega heimsókn - farandverkefni á vegum Listfræðsluverkefni Skaftfells- sem kennt var af Solveigu Thoroddsen. Verkefnið miðast að því að gefa þátttakendum tækifæri til að vinna með innsetningarlist sem form þar sem notast er við mismunandi miðla eins og ljósmyndun og skúlptúrgerð til að búa til innsetningu í rými. 

Byrjað var á stuttu spjalli um þjóðsögurnar okkar, tilurð þeirra og fjölbreyttum kynjaverum sem þar er að finna ásamt tengingu við náttúruna. Nemendur fóru út og tóku myndir sem var bakgrunnur fyrir innsetningu þeirra. Innsetningin samanstóð af ljósmyndinni, útklipptum skuggamyndum og skúlptúr þar sem sköpunargleðin fékk að njóta sín.  Virkilega skemmtilegt uppbrot og við þökkum Solveigu kærlega fyrir en hún sagði okkur frá því að hún hefði verið sem barn ásamt föður sínum, Þrándi Thoroddsen, í Kelduhverfi í kringum 1978 að kvikmynda gamla búskaparhætti og vinnubrögð til sveita.


Hér má sjá myndir af vinnu nemenda: