Laugamót

Þann 27.september sl. var haldið árlegt grunnskólamót á Laugum og fóru nemendur 7.-10.b og nemendur frá Grunnskóla Raufarhafnar saman ásamt kennurum sínum. Farið var frá Lundi kl. 10:30 og fengu nemendur hádegisverð á Laugum áður en haldið var til keppni.

Að venju var keppt í nokkrum íþróttagreinum; dodgeball (skotbolta), þrautabraut, körfubolta og blaki.
Stelpurnar okkar höfnuðu í 2. sæti í dodgeball og voru að vonum sælar með sigurinn.

Um kvöldið var haldið diskótek og einnig var feluleikur í gamla skólanum. Vel heppnaður og skemmtilegur dagur og góð samvera.

 

Stelpurnar unnu 2.sætið í dodgeball!