Samfélagslögreglan í heimsókn

Í vikunni fengum við heimsókn og fræðslu frá samfélagslögreglunni. Þeir sögðu frá starfinu og ræddu einnig við nemendur um notkun samfélagsmiðla, útivistarreglur, aðgát við umferðargötur og reglur í sambandi við hjól og notkun hjólahjálma. Nemendur voru duglegir að spyrja og fengu einnig að skoða vesti lögreglumannanna og handjárnin sem þóttu mjög spennandi. Að lokum fengu öll börnin endurskinsmerki að gjöf.
Gaman að fá lögregluna í heimsókn.