Árshátíð Öxarfjarðarskóla verður haldin í Skúlagarði föstudaginn 22. nóvember, kl 18:30.
Yngri deild mun sýna leikrit um ævintýri Dagfinns dýralæknis.
Miðdeild mun sýna leikritið Matadorkóngurinn en það fjallar um fjölskylduföður sem er harður Matador spilari en fer svo að upplifa líf sitt sem Matador spil.
Unglingadeildin sýnir leikþáttinn Með öðrum morðum - Áríðandi morðsending, sem byggir á útvarpsleikþáttunum með Harry og Heimi.
Miðaverð:
- 2.500 kr fyrir fullorðna
- 1.500 kr fyrir börn (6-16 ára)
- frítt er fyrir börn á leikskólaaldri
Innifalið í miðaverði eru kaffiveitingar í hléi.
Vinsamlega athugið að ekki er hægt að taka við kortum.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.