Endurnýtingadeginum þann 26. október mæltist vel fyrir og vakti mikla lukku hjá ungum sem öldnum og margir nýtilegir hlutir skiptu um hendur. Frábær hugmynd hjá þeim Erlu og Siddu og tókst í alla staði vel. Kaffisala nemenda var vel sótt og drjúg upphæð safnaðist í ferðasjóð. Eldri borgarar voru svo örlátir að þeir borguðu umfram þátttöku og styrktu heldur betur ferðasjóð nemenda með því. Vonandi verður endurnýtingardagur árleg uppákoma hér eftir.