Félagsstarf 8.-10. b. skólaárið 2014-15

Félagsstarf skólaárið 2014-15

Félagsstarf 8.-10. bekkjar hefst á föstudaginn kemur frá kl. 19:00 til kl. 23:00, í Lundi. Byrjað verður á að fara í sund (heita pottinn), síðan hefst frjáls tími. Þann tíma geta nemendur spilað, hlustað á tónlist eða talað saman. Eftir það stefna krakkarnir á að horfa á kvikmynd saman. Nemendur mega hafa með sér snakk og gos. Best væri að nemendur verði búnir að borða eitthvað staðgott heima, áður en þeir leggja af stað í félagsstarf. Stefnt er á eitt kvöld í mánuði.

Tölvur verða ekki í boði. Nemendur ætla að gera eitthvað saman, verða ekki hver í sínu horni í tölvu.

Foreldrar þurfa að sækja börn sín í síðasta lagi kl. 23:00, í Lund. Ef einhverjar spurningar vakna, getið þið alltaf haft samband við mig með því að hringja í skólann eða senda mér póst á connyspandau@web .de

Kærar kveðjur, Conny.