Föndurdagur þann 7. desember
Ýmislegt var gert þennan dag. Dagur sem tókst vel. Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Raufarhafnar voru með okkur þennan dag. Verkefnið var hólfaskipt vegna COVID.
Â
Það voru hnýttar jólastjörnur af fingrafimum höndum, skemmtilegt verkefni undir handleiðslu Jennýar og Önku og fallegir munir litu þar ljós.
Â
Laserprentarinn er loks kominn í hús eftir langa bið og börnin hönnuðu og forrituðu muni undir leiðsögn Kidda. Hrund og Olga komu sterkar inn í þetta verkefni með nemendum. Munirnir eru síðan eru prentaðir út, m.a. jólagjafir. Spennandi!
Â
Góð og gild gamaldags kort urðu til sem send verða til ýmissa mótakenda sem eflaust verða glaðir að fá handskrifaðar jólakveðjur. Nemendur skrifuðu fallegar jólakveðjur á póstkort. Samtals sendu þeir kort til 6 landa: Þýskalands, Svíþjóðar, Slóvakíu, Danmerkur, Spánar og auðvitað Íslands. Hlýlegt og gefandi verkefni leitt af Christoph og Vigdísi.
Einnig voru unnir skemmtilegir jólasveinar undir leiðsögn Jónasar og Connýar.
Â
Á Kópaskeri hafa verið föndraðir ýmsir skemmtilegir munir af nemendum og starfsfólki.
Â
Â
Â
Â