Jólaföndur

Föndurdagur þann 7. desember

Ýmislegt var gert þennan dag. Dagur sem tókst vel. Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Raufarhafnar voru með okkur þennan dag. Verkefnið var hólfaskipt vegna COVID.

 

Það voru hnýttar jólastjörnur af fingrafimum höndum, skemmtilegt verkefni undir handleiðslu Jennýar og Önku og fallegir munir litu þar ljós.

 

Laserprentarinn er loks kominn í­ hús eftir langa bið og börnin hönnuðu og forrituðu muni undir leiðsögn Kidda. Hrund og Olga komu sterkar inn í­ þetta verkefni með nemendum. Munirnir eru sí­ðan eru prentaðir út, m.a. jólagjafir. Spennandi!

 

Góð og gild gamaldags kort urðu til sem send verða til ýmissa mótakenda sem eflaust verða glaðir að fá handskrifaðar jólakveðjur. Nemendur skrifuðu fallegar jólakveðjur á póstkort. Samtals sendu þeir kort til 6 landa: Þýskalands, Sví­þjóðar, Slóvakí­u, Danmerkur, Spánar og auðvitað Íslands. Hlýlegt og gefandi verkefni leitt af Christoph og Vigdí­si.

Einnig voru unnir skemmtilegir jólasveinar undir leiðsögn Jónasar og Connýar.

 

Á Kópaskeri hafa verið föndraðir ýmsir skemmtilegir munir af nemendum og starfsfólki.

 

 

 

Â