Laxakrufning í unglingadeild

Nemendur í unglingadeild eru í náttúrufræði þessa dagana að læra um fiska. Af því tilefni þótti rétt að fá fiskeldisfræðing í heimsókn til að fræðast meira um innyfli laxa og einnig var umræða tekin um fiskeldi - kosti og galla sjókvía- og landeldis. Thomas Helmig frá Samherja fiskeldi kom og kenndi handtökin við að slægja og flaka lax og voru innyflin skoðuð nánar. Nemendur fengu einnig að prófa að slægja. Gaman að fá fólk úr atvinnulífinu inn í skólann og fræða nemendur og starfsfólk!