Í gær, 1. desember, voru tendruð ljós á jólatrénu á Kópaskeri að viðstöddum leikskólabörnunum, starfsfólki og þeim foreldrum sem höfðu tök á að vera með. Það var þó nokkuð rok en börnin létu það ekki á sig fá og glöddust við tréð.