Fimmtudaginn 15. desember var efnt til leiksýningar í Skúlagarði.
Á dagskrá var stuttmynd sem gerð var af 8. bekkingum og er framlag þeirra í tóbaksvarnakeppnina;
Reyklaus bekkur. Nemendur 9. og 10. bekkja sýndu
síðan leikritið Emil í Kattholti. Var þetta hin besta skemmtun og stóðu krakkarnir sig með stakri prýði.