Í mars var lögð könnun fyrir foreldra leikskólabarna um leikskólastarfið. Könnunin kom heilt yfir mjög vel út. Verið var að kanna hug foreldra til samskipta við starfsfólk, starfseminnar, m.a. á nýju fyrirkomulagi leikskóladeildarinnar með þrjár deildir; yngsta, mið og elsta deild o.fl. Einnig gafst foreldrum kostur á að segja sína skoðun á styttingu vinnuviku starfsfólks leikskóla sem tekin var milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni og leikskólanum þá lokað. Langflestir eru ánægðir með það fyrirkomulag.
Hér má lesa niðurstöðurnar
Haldinn var fundur í skólaráði þann 4.apríl sl og er fundargerðin komin á vefinn. Hana má lesa hér