Á morgun er rauð veðurviðvörun vegna hvassviðris. Það verður í höndum skólabílstjóra að meta hvort þeir treysta sér að aka. Samkvæmt spánni virðist sem hvassviðrið verði mest um og eftir hádegið. Ef skólabílstjórum líst þannig á að hægt verði að fara af stað í fyrramálið en fara fyrr heim, munum við upplýsa um það með tilkynningu hér á facebook síðu skólans og á heimasíðu. Það verður einnig gert strax í fyrramálið ef bílstjórar munu tilkynna að þeir fari ekki af stað. Skólabílstjórar eru einnig beðnir um að tilkynna um breytingar í sína messengerhópa. Þá mun starfsfólk leikskóla senda út tilkynningar á Karellen ef breytinga er að vænta.
Þið fylgist bara vel með spánni og einnig tilkynningum sem kunna að berast frá skólanum.