Skákkennsla í Öxarfjarðarskóla
Stefán Bergsson frá Skáksambandi Íslands kom í heimsókn í Öxarfjarðarskóla. Hann kenndi börnum á öllum stigum. Hann sýndi þeim og Christoph, sem hélt utan um þetta verkefni, gagnlegar æfingar og veitti hópnum upplýsingar um fyrirhugað Norðurlandsskákmót. Hann hafði orð á því að nemendur skólans væru áhugasamir og prúðir enda tala myndirnar, sem Christoph tók, sínu máli. Þetta var mjög vel heppnuð heimsókn. Christoph fékk þann heiður að tefla við Stefán. Það mátti ekki á milli sjá en Christop hafði sigur í lokin.