Skoffín og skringilmenni

Í dag fengum við góða gesti, leikhóp sem kallar sig “Hnoðri í norðri. Leikhópurinn setti upp sýninguna Skoffín og skringilmenni fyrir 1. – 7. bekk þar sem áherslan var á drauga og huldufólk. Leiksýningin var söngleikur þar sem höfundar léku sér með íslenska tungu. Börnin nutu sýningarinnar og voru skóla sínum til sóma. Takk fyrir okkur.