Skólaferðalag 1. - 6. bekkja tókst vel og börnin til fyrirmyndar hvar sem þau komu. Við vorum heppin með veður og dagskrá góð. Einstaklega vel var tekið á móti hópnum á Landkönnuðarsafninu af safnstjóra Örlygi Hnefli Örlygssyni. Við mælum með því að skólarnir láti þessa sýningu ekki fara fram hjá sér. Safnið var opnað fyrir hópinn og safnstjóri fylgdi hópnum eftir af áhuga og nemendur nutu sín. GeimÂfarÂinn Owen Garriott hefur heimÂsótt LandÂkönnÂuðar- safnið á HúsaÂvík og markað fótÂspor sín í steinÂsteypu þar. Því næst brá hópurinn sér á Akureyri og í pítsu á Bryggjunni, þaðan var farið á var haldið í skautahöllina á skauta og að lokum var farið í kvikmyndahús. Góður dagur 😊